top of page

Réttur til launa vegna COVID-19

Alþingi hefur samþykkt frumvarp, félags- og barnamálaráðherra, um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda. Lögin fela í sér að laun sem greidd eru samhliða minnkuðu starfshlutfalli koma ekki til skerðingar á atvinnuleysisbótum.

 

Vinnumálastofnun hefur umsjón með umsóknum um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls. Á vef vinnumálastofnunnar má finna upplýsingar um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls og greiðslur í sóttkví á íslensku, ensku og pólsku.

Vefur Vinnumálastofnunar: https://www.vinnumalastofnun.is/

Á heimasíðum stéttarfélaga má finna haldbærar upplýsingar um rétt launafólks vegna Covid-10
bottom of page